Framkvæmdir við Höfðabakkabrú

Framkvæmdir á Höfðabakka halda áfram.

Framkvæmdir á Bæjarhálsi hafa gengið vel undanfarnar vikur og í kvöld hefjast aðgerðir við Höfðabakkabrú. Miðað er við að vinna verkið á meðan minnsta umferðin er.

Verktaki mun hefja framkvæmdir á yfirborðsfrágang á gönguleiðum og ídrátt fyrir götulýsingu og umferðarljós á umferðareyjum sem eru til staðar. Búast má við töfum á umferð vegna þessara framkvæmda.

Þá þarf tímabundið að loka gönguleiðum á Bæjarhálsi til að geta klárað lagnavinnu. Sú lokun hefst á morgun og mun standa yfir í 2-3 vikur. Gangandi vegfarendum verður beint að undirgöngum við Árbæjarsafn vestan vinnusvæðis og niður að Bitruhálsi/Hraunbæ til austurs. 

Hjáleið fyrir gangandi verður eftirfarandi.
 

Hjáleiðir vegna framkvæmda við Bæjarháls.