Fólkið í forgrunni – opinn viðburður um stafræn réttindi í tilefni af International Digital Rights Days

Stafrænt ráð

Í tilefni af International Digital Rights Days boðar stafrænt ráð Reykjavíkurborgar til opins fræðslu- og umræðuviðburðar undir heitinu „Fólkið í forgrunni – stafræn réttindi í nútímasamfélagi“.

Markmið viðburðarins er að varpa ljósi á mikilvægi stafrænnar verndar, aðgengis og mannréttinda í síbreytilegu stafrænu samfélagi.

Viðburðurinn fer fram miðvikudaginn 10. desember kl. 13:30–16:00 í Hljóðbergi í Hannesarholti.

Á viðburðinum munu sérfræðingar fjalla um hvernig við tryggjum réttindi fólks á stafrænum vettvangi, hvernig við förum með gögn á öruggan hátt og hvernig stafrænt aðgengi og persónuvernd skipta lykilmáli í opinberri þjónustu. Viðburðurinn er opinn öllum og gott aðgengi er í húsinu. Kaffiveitingar verða í boði fyrir gesti. 

Að auki verður viðburðinum streymt í gegnum facebook live á facebooksíðu viðburðarins.

Dagskrá:

  1. Opnunarávarp - Alexandra Briem, formaður stafræns ráðs
  2. SkólaBúi - Tindur Óli Jensson, vörustjóri og Brynhildur Arna Jónsdóttir, verkefnastjóri velferðarmála
  3. Stafræn réttindi íbúa, persónuvernd og ábyrgð í stafrænu þjónustuumhverfi - Hilmar Ingi Jónsson, persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar
  4. Hlé og veitingar
  5. Stafrænt aðgengi - Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, sérfræðingur í stafrænu aðgengi
  6. Stafræn mannréttindi - Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, framkvæmdastjóri Courage International
  7. Gögn og gervigreind - Inga Rós Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri gagna og hugbúnaðarþróunar