Einbýlishúsalóðir á Kjalarnesi á föstu verði

Kjalarnes - Grundarhverfi

Byggingarréttur á fjórum einbýlishúsalóðum í Grundarhverfi á Kjalarnesi er boðinn til sölu á föstu verði. Lóðirnar eru Helgugrund 9, 11 og 12 og Búagrund 16.  Heimilt er að byggja 250 – 280 fermetra  hús á lóðunum, sem eru staðsettar í útjaðri gróins hverfis.

Auglýsing þessa efnis hefur verið birt á lóðavef Reykjavíkurborgar og þar er að finna úthlutunarskilmála. 

Stærð lóðanna er á bilinu 7-800 fm með nýtingarhlutfallið 0,35, sem ræður stærð byggingar á lóð.  Svo dæmi sé tekið um stærð húss sem byggja má, þá er lóðin Helgugrund 9 um 718 fm, sem þýðir að á þeirri lóð er heimilt að byggja allt að 251 fm einbýlishús.

Lóðir til sölu - Kjalarnes

Lóðirnar eru í útjaðri Grundarhverfis á Kjalarnesi.

Lóðirnar voru á liðnu ári boðnar út, en tilboð sem bárust voru metin of lág og eru þær nú skv. ákvörðun borgarráðs 12. des. 2024 nú boðnar á föstu verði með hliðsjón af verðmati tveggja óvilhallra aðila. Verð lóðanna tekur mið af nýtingarhlutfalli lóðar, sem er 0,35 skv. gildandi deiliskipulagi:

  • Helgugrund 9.   Lóð er um 718 m2 og má því byggja allt að 251 míbúðarhús. 
    Fast verð er kr. 8.684.600. 
     
  • Helgugrund 11. Lóð er um 811 mog má því byggja allt að 284 m2 íbúðarhús. 
    Fast verð er kr. 9.826.400. 
     
  • Helgugrund 12.  Lóð er 819 m2 og má því byggja allt að 287 m2 íbúðarhús. 
    Fast verð er kr. 9.930.200. 
     
  • Búagrund 16. Lóð er 808 m2 og má því byggja allt að 283 fm. íbúðarhús.
    Fast verð er kr. 9.791.800.

Verðið miðast við byggingarvísitölu og er framreiknað í samræmi við þróun vísitölunnar til greiðsludags. Auk greiðslu fyrir byggingarrétt greiðir lóðarhafi gatnagerðargjöld og önnur lögbundin gjöld.

Tengt efni: