Byggingarréttur á föstu verði á Kjalarnesi
Byggingarréttur á fjórum einbýlishúsalóðum í Grundarhverfi á Kjalarnesi er boðinn til sölu á föstu verði. Lóðirnar eru Helgugrund 9, 11 og 12 og Búagrund 16. Heimilt er að byggja 250 – 280 fermetra hús á lóðunum, sem eru staðsettar í útjaðri gróins hverfis.

- Helgugrund 9 (um 718 fm.)
Heimilt að byggja einbýlishús allt að 251 fm.
Verð: 8.684.600 kr. - Helgugrund 11 (um 811 fm.)
Heimilt að byggja einbýlishús allt að 284 fm.
Verð: 9.826.400 kr. - Helgugrund 12 (um 819 fm.)
Heimilt að byggja einbýlishús allt að 287 fm.
Verð: 9.930.200 kr. - Búagrund 16 (um 808 fm.)
Heimilt að byggja einbýlishús allt að 283 fm.
Verð: 9.791.800 kr.
Verðið miðast við byggingarvísitölu og er framreiknað í samræmi við þróun vísitölunnar til greiðsludags. Auk greiðslu fyrir byggingarrétt greiðir lóðarhafi gatnagerðargjöld og önnur lögbundin gjöld.

Hverjir geta sótt um?
Bæði einstaklingar og lögaðilar geta sótt um ef þeir uppfylla skilyrði laga nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna (með síðari breytingum). Sérstakar reglur gilda um hámarksfjölda umsókna frá hverjum aðila.
Hvernig er sótt um?
Umsókn þarf að vera á sérstöku eyðublaði sem hægt er að sækja hér fyrir neðan.
- Undirrituð umsókn skal send á netfangið lodir@reykjavik.is.
- Umsóknir eru afgreiddar í tímaröð innan sama dags.
- Staðfestingargreiðsla (15% af kaupverði) þarf að berast innan 15 daga frá tilkynningu um að umsókn verði tekin til afgreiðslu.
Nauðsynleg fylgigögn
Einstaklingar og lögaðilar þurfa að leggja fram gögn um fjárhagsstöðu og greiðslumat/lánsloforð sem sýna að hægt sé að standa við greiðslu byggingarréttar og gatnagerðargjalda. Nánari upplýsingar um nauðsynleg fylgigögn og skilafresti má nálgast í úthlutunarskilmálum.
Tímafrestir framkvæmda
Eftir útgáfu lóðarúthlutunar gilda ákveðnir frestir um skil á teikningum, steypu undirstaða og lokafrágang. Kjósi lóðarhafi að hætta við byggingarframkvæmdir áskilur Reykjavíkurborg sér rétt til að afturkalla úthlutun og taka lóðina til endurúthlutunar.
Frekari upplýsingar
Allir nánari skilmálar, deiliskipulag og eyðublöð vegna umsóknar er hægt að nálgast hér fyrir neðan. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sér skilmála og gögn áður en umsókn er send inn.