Brynjar Þór skrifstofustjóri skipulags- og byggingarmála

Brynjar Þór Jónasson er skrifstofustjóri skrifstofu skipulags- og byggingarmála hjá Reykjavíkurborg og gegnir jafnframt sameinuðu embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.
Á skrifstofu skipulags- og byggingarmála verða starfræktar þrjár deildir skipulagsmála, byggingarmála og umbóta og upplýsingamála en í þeirri deild verða meðal annars landupplýsingar og landmælingar.
Brynjar hefur viðamikla reynslu á sviði stjórnunar, reksturs og í mannauðsmálum sem og af skipulags- og byggingarmálum. Hann er með BSc. gráðu í byggingafræði frá Háskólanum í Reykjavík, MSc. gráðu í skipulagsfræðum frá Landbúnaðarháskóla Íslands, MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands ásamt því að vera húsasmiður og húsasmíðameistari. Hann var áður sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar og skipulags- og umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar en hefur undanfarin ár verið byggingarfulltrúi Reykjavíkur.
Auglýst hefur verið eftir deildastjórum skipulagsmála, byggingarmála og umbóta og upplýsingamála.