Borgarstjóri opnar Elliðaárnar

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, með lax sem hún veiddið við opnun Elliðaánna í morgun.
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, með lax sem hún veiddi við opnun Elliðaánna í morgun.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, renndi fyrir laxi í Elliðaánum við opnun ánna í morgun.

Veiðimenn hittust við veiðihúsið í Elliðaárdal og Ragnheiður Thorsteinsson, formaður Stangveiðifélagsins lýsti formlega yfir opnun ánna. Að því loknu var boðið upp á léttan morgunverð.

Borgarstjóri opnað árnar frá 1960

Einbeittar við veiðarnar.
Borgarstjóri ásamt Ragnheiði Thorsteinsson formanni SVFR

Árnar eru nú opnaðar í 86. sinn fyrir veiði og hafa borgarstjórar opnað Elliðaárnar allt frá árinu 1960. Laxinn er þegar genginn í árnar og má búast við líflegri stemningu við árbakkann. 

Einbeittar við veiðarnar.
Einbeittar við veiðarnar.

Ragnheiður bauð Heiðu borgarstjóra að ganga til veiða á Breiðunni, en síðan var farið að Hundasteinum. Talsverður fjöldi fólks var mættur til að fylgjast með veiðinni. Klukkan 12:00 á hádegi veiddi borgarstjóri myndarlegan lax í Hundasteinum. 

Talsverður fjöldi fólks mættu í morgun til að fylgjast með opnuninni.
Talsverður fjöldi fólks mættu í morgun til að fylgjast með opnuninni.

Elliðaárnar eru í dag meðal bestu laxveiðiáa landsins og eru hluti af einu fallegasta útivistarsvæði Reykvíkinga.