Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar - Handrit óskast

Mannlíf Menning og listir

Tómas Guðmundsson situr á bekknum við Tjörnina í fallegu veðri
Tómas Guðmundsson situr á bekknum við Tjörnina í fallegu veðri

Opnað hefur verið fyrir rafræna innsendingu handrita fyrir Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar eru veitt ár hvert í minningu skáldsins Tómasar Guðmundssonar fyrir óprentað handrit að ljóðabók. Opnað hefur verið fyrir rafræna innsendingu handrita fyrir árið 2025 og verður opið fyrir innsendingu til 1. maí 2025

Skil á rafrænu formi eru mikilvægt skref í átt að auknu öryggi, skilvirkni og umhverfisvænum lausnum, í stað skila á pappír í þríriti líkt og áður var.

Dómnefnd verðlaunanna er skipuð þremur einstaklingum sem les öll innsend handrit og velur verðlaunahafa. Skrifstofa Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO hefur umsjón með verðlaununum.