
Síðustu ár hafa staðið yfir framkvæmdir á biðstöðvum Strætó í Reykjavík en alls hafa 70 strætóstöðvar verið endurgerðar frá 2020 með tilliti til aðgengis fyrir öll. 148 biðstöðvar fara í hönnun á þessu ári og verður farið í framkvæmdir á að minnsta kosti 25 stöðvum í ár.
Endanlegur fjöldi liggur ekki fyrir en hann ræðst af umfangi og hönnunarkostnaði. Það að eiga endurhönnun stöðva tilbúna einfaldar ferlið. Áætlun gerir ráð fyrir því að endurgerð strætóstöðva verði lokið á næstu tveimur til þremur árum.
Aðgengi fyrir öll þýðir að leiðilínur eru á stöðvunum, sett eru upp ný skýli og hellulögn og jafnframt er staðsetning skilta og ruslastampa alltaf sú sama þar sem því er komið við.

FYRIR - strætóstöð við Árbæjarsafn

EFTIR - strætóstöð við Árbæjarsafn