Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit Skrekks

Atriði Árbæjarskóla í Skrekk 2025.

Annað undanúrslitakvöld Skrekks 2025 fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, þann 4. nóvember. 264 ungmenni í Reykjavík tóku þátt í uppfærslu kvöldsins á frumsömdum sviðsverkum og sýndu margvíslega hæfileika á sviðinu.

Viðfangsefnin snéru því sem við hræðumst og pressu vegna væntinga

Árbæjarskóli komst áfram í úrslit með atriðið 5:00 sem fjallar um að það sem við hræðumst þurfi ekki að vera svo hræðilegt. Fellaskóli komst einnig áfram í úrslit með atriðið Þrýstingsbylgja sem fjallar um pressuna sem fylgir því að reyna að uppfylla væntingar annarra.

Atriði Fellaskóla í Skrekk 2025
Mynd af atriði Fellaskóla.

Níu grunnskólar tóku þátt í gærkvöldi en það voru Árbæjarskóli, Fellaskóli, Hlíðaskóli, Klébergsskóli, Landakotsskóli, Laugalækjarskóli, Víkurskóli, Vogaskóli og Ölduselsskóli.

Í heildina eru 742 nemendur frá 25 skólum sem taka þátt í Skrekk í ár. Öll atriðin má sjá á vef UngRUV.is. Forsíðumyndin er af atriði Árbæjarskóla.

Myndirnar tók Anton Bjarni.