Allt að 10 þúsund króna hækkun á sérstökum húsnæðisstuðningi á mánuði
Borgarstjórn samþykkti einróma í dag að hækka hámark samanlagðra húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings í reglum Reykjavíkurborgar, úr 100 þúsund í 110 þúsund krónur.
Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárhagsleg aðstoð við fjölskyldur og einstaklinga á leigumarkaði sem þurfa aðstoð vegna greiðslu á húsaleigu, umfram hefðbundnar húsanæðisbætur sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun greiðir.
- Spurt og svarað um sérstakan húsnæðisstuðning
- Reglur Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðning
Allt að tíu þúsund króna hækkun á mánuði
Áhrif breytinganna verða mest hjá þeim búa fleiri en eitt í húsnæði. Þar er um að ræða aukinn stuðning um allt að 10.000 krónur fyrir barnafjölskyldur, hjón eða aðra sambúðaraðila, ef ekki kemur til skerðingar samkvæmt öðrum þáttum í reglum Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðning.
| Fyrir breytingu – greiðsla á mánuði | Eftir breytingu – greiðsla á mánuði | |||||
| Fjöldi íbúa | Húsnæðisbætur kr. | Sérstakur húsn.st. kr. | Húsnæðisbætur kr. | Sérstakur húsn.st. kr. | Hækkun kr. | |
| 1 | 50.792 | 49.208 | 50.792 | 50.792 | 1.584 | |
| 2 | 67.553 | 32.447 | 67.553 | 42.447 | 10.000 | |
| 3 | 78.728 | 21.272 | 78.728 | 31.272 | 10.000 | |
| 4 | 85.331 | 14.669 | 85.331 | 24.669 | 10.000 | |
| 5 | 92.441 | 7.559 | 92.441 | 17.559 | 10.000 | |
| 6 eða fleiri | 99.552 | 448 | 99.552 | 10.448 | 10.000 | |
Hækkun samanlagðra húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings kemur meðal annars til vegna mikillar eftirspurnar og minnkandi framboðs á leigumarkaði, sem leitt hefur til hækkunar á leiguverði. Einnig er hún gerð til að bregðast við ýmsum breytingum sem gerðar hafa verið á reglugerð um húsnæðisbætur og má lesa nánar um í fundargerð borgarráðs.
Breytingin tekur gildi 1. janúar 2026. Áætlað er að kostnaður vegna tillögunnar á ársgrundvelli verði um 180 milljónir króna.