Vistkerfi nýsköpunar á Lækjartorgi

Gróðurhúsið á Lækjartorgi verður vettvangur umræðu og kynninga nú í vikunni meðan nýsköpunarvikan Iceland Innovation Week stendur sem hæst. Dagskránni í Gróðurhúsinu á Lækjartorgi á miðvikudag og fimmtudag er ætlað að sýna ýmsar hliðar nýsköpunar. Leitast verður við að svara hvað þarf til að nýsköpun vaxi og dafni í Reykjavík og hvernig nýsköpun getur tryggt lífsgæði íbúa nú og í framtíðinni.
Í hvernig borg blómstrar nýsköpun?
„Við ætlum að draga fram hvernig vistkerfi nýsköpun blómstrar,“ segir Hulda Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavík. „Við horfum bæði inná við og fjöllum um hvað borgin geti gert í sínu starfi, en einnig horfum við að stóru myndina og hvernig umhverfi nýsköpunar þurfi að vera til að framsækin fyrirtæki og starfsemi geti þrifist sem best og skilað árangri í þágu íbúa.“
Fjölmargir örviðburðir sem gefa góða innsýn í nýsköpunarsenuna verða á dagskrá sem hefst formlega með opnum fundi starfræns ráðs Reykjavíkurborgar kl. 12 á miðvikudag og í kjölfarið gefst gestum kostur á að eiga samtal við borgarfulltrúa. Dagskráin í Gróðurhúsinu á Lækjartorgi dagana 15.-16. maí er öllum opin. Húsið er opið kl. 10 – 16 báða dagana. Dagskráin er hluti af Iceland Innovation Week, en Reykjavíkurborg er bakhjarl hátíðarinnar.
Dagskrá Reykjavíkurborgar í Gróðurhúsinu er fjölbreytt og á vef má sjá nánari upplýsingar.
MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ, 2024
12-12.30 Innri nýsköpun - opinn fundur stafræns ráðs
12.30-13 Spjallað við stjórnmálafólk um nýsköpun og stafræn mál
13-13.30 Hringiða - Nýsköpun að öflugra hringrásarhagkerfi
13.30-14 Snjallræði - Nýsköpun í þágu samfélagsins
14-14.30 Borgarnáttúra í þágu velferðar – samstarfsverkefni 11 borga
15-15.30 Hverfið mitt - hvernig er hægt að hafa áhrif í Reykjavík
FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2024
12-12.30 Borgarskipulag og klasamyndun sem drifkraftur nýsköpunar
13-13.30 Fab Lab-smiðjan og sprotafyrirtækið SideWind
14-14.30 Nýtt rannsókna- og nýsköpunarhús Háskólans í Reykjavík
15-15.30 Samfélagstorg - hvernig lítur bókasafn framtíðarinnar út?
Tengt efni: