Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög vegna almennra íbúða.
Umsóknum skal skilað rafrænt í stofnframlagakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Reykjavíkurborg veitir stofnframlög til kaupa eða byggingar á leiguíbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Markmið með veitingu stofnframlaga er að bæta húsnæðisöryggi í Reykjavík með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.
Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk.