Reykjavíkurborg endurnýjar styrktarsamning við björgunarsveitir

Stjórnsýsla

Oddur Valur Þórarinsson, sveitarforingi Hjáparsveitar skáta í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Adam Benedikt Burgess Finnsson frá björgunarsveitinni Kili og Valdimar Hannes Hannesson, varaformaður bjögunarsveitarinnar Ársæls.
Oddur Valur Þórarinsson, sveitarforingi Hjáparsveitar skáta í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Adam Benedikt Burgess Finnsson frá björgunarsveitinni Kili og Valdimar Hannes Hannesson, varaformaður bjögunarsveitarinnar Ársæls. Sitja við borð að skrifa undir styrktarsamning.

Dagur. B. Eggertsson borgarstjóri og fulltrúar björgunarsveita í Reykjavík undirrituðu í dag endurnýjaðan styrktarsamning. Björgunarsveitirnar sem um ræðir eru Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Hjálparsveit skáta í Reykjavík.

Samningurinn, sem samþykktur var í borgarráði, er til þriggja ára og mun Reykjavíkurborg styrkja björgunarsveitirnar um 15 milljónir króna árlega til að styðja við rekstur á samningstímanum. Samtals nemur styrkfjárhæðin 45 milljónum og er styrkurinn til stuðnings almennu björgunar- og hjálparstarfi björgunarsveitanna. Upphæðin er greidd óskipt til styrkþega, sem skulu sjá um að skipta styrknum á milli sín samkvæmt sérstöku samkomulagi þar um. 

„Björgunarsveitirnar eru ómetanlegur hluti af viðbúnaði og einstakar í sinni röð á heimsvísu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. „Með þessum samningi sýnum við þakklæti í verki með stuðningi við starf þeirra og viðurkennum mikilvægt hlutverk björgunarsveitanna.”