Borgarráð - Fundur nr. 5708

Borgarráð

Ár 2023, fimmtudaginn 22. júní, var haldinn 5708. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon, Pawel Bartoszek og Trausti Breiðfjörð Magnússon. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Heiða Björg Hilmisdóttir og Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. júní 2023, um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara á fundi borgarstjórnar þann 7. júní 2022. Einar Þorsteinsson var kjörinn formaður borgarráðs.
    Lagt til að Heiða Björg Hilmisdóttir verði kosin varaformaður borgarráðs.
    Samþykkt. MSS22060043

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. júní 2023, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 20. júní 2023 á tillögu um að fella niður reglulega fundi borgarstjórnar í júlí og ágúst nk. og að borgarráð fari með heimildir borgarstjórnar á þeim tíma. MSS22060122

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Á meðan á sumarleyfi borgarstjórnar stendur fer borgarráð með heimildir borgarstjórnar. Í borgarstjórn eru allir fulltrúar með atkvæðisrétt en þannig er það ekki í borgarráði þar sem fulltrúar sumra flokka hafa ekki atkvæðisrétt. Fulltrúi Sósíalista telur mikilvægt að tryggja að fulltrúar allra flokka hafi jafna aðkomu að málum þegar fundir borgarstjórnar leggjast af yfir sumartímann.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júní 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 7. júní 2023 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Grjótháls 8, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt. USK23040007

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. júní 2023, ásamt fylgiskjölum:

    Í samræmi við tillögu sem samþykkt var á 141. fundi heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar þann 8. júní 2023 er lagt til við borgarráð að samþykkja að farið verði í formlegar viðræður um sameiningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF). Lagt er til að fulltrúar Reykjavíkurborgar í sameiginlegri viðræðunefnd Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og HEF verði Aðalsteinn Haukur Sverrisson formaður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, Sandra Hlíf Ocares varaformaður HER og Tómas G. Gíslason framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Viðræðunefndin kanni fýsileika á forsendum mögulegrar sameiningar og skili kostnaðarmetnum tillögum til borgarráðs og bæjarráða aðildarsveitarfélaga HEF eigi síðar en 15. nóvember 2023. Ákvörðun um sameiningu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og HEF liggi fyrir eigi síðar en 15. desember 2023.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. USK23060045

    Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er gleðilegt að viðræður um sameiningu heilbrigðiseftirlitssvæða séu formgerðar. Því er haldið til haga að Vinstri græn lögðu fram tillögu í október 2022 sem enn er óafgreidd og hljóðaði svo: „Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að fresta ráðningu framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og skoða kosti þess að sameina Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur við önnur heilbrigðiseftirlit á höfuðborgarsvæðinu (HEF) og jafnvel á Suðurnesjum.“ Borgarfulltrúi Vinstri grænna er þess fullviss að tillaga Vinstri grænna á sínum tíma hafi hreyft við málum sem birtist í þeirri tillögu sem er til afgreiðslu í dag.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. júní 2023, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að endurnýjuðum samstarfssamningi við björgunarsveitirnar í Reykjavík fyrir árin 2023-2025. Árlegt framlag borgarinnar verði 15 m.kr. sem greiðist af kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur. Samtals nemur fjárhæðin 45 m.kr. á samningstímanum.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. MSS23060053

    Fylgigögn

  6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. júní 2023, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki viðauka við samstarfsyfirlýsingu við Hjallastefnuna. Viðaukinn felur í sér að framlengja um eitt ár til viðbótar áður samþykkta þátttöku í tímabundinni lækkun leigugreiðslna Hjallastefnunnar vegna flutnings úr núverandi húsnæði í nýtt húsnæði. Þá er lagt til að borgarráð heimili þátttöku í viðbótarleigugjaldi allt að 20 m.kr. sem endurspeglar framkvæmdakostnað leigusala við að lagfæra húsnæðið vegna starfsemi Hjallastefnunnar m.a. vegna fjölgun nemenda. Fjárheimildin rúmast innan verkefnisins brúum bilið.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS22010272

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Sósíalista veltir því fyrir sér hvort fjármunum borgarbúa sé best varið til niðurgreiðslu leiguhúsnæðis hjá einkareknum leikskólum. Ef um sjálfstæða leikskóla er að ræða, ættu þeir að geta staðið á eigin fótum hvað það varðar. Í raun eru sjálfstæðir leikskólar, eins og þeir hafa verið kallaðir, það ekki. Reykjavíkurborg niðurgreiðir stærstan hluta starfseminnar, því án þess myndu engar markaðsforsendur vera fyrir einkareknum leikskólum. Þetta sýnir að leikskólar virka ekki án aðkomu samfélagsins. Sósíalistar eru ekki mótfallnir sjálfstætt reknum leikskólum, en huga ætti að því að hagnaðurinn renni í starfið og til barnanna. Einnig þyrfti að leggja meiri áherslu á leikskóla í samvinnuformi, sem reknir væru af starfsfólkinu sjálfu. 

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. júní 2023, varðandi heimsókn Anne Hidalgo borgarstjóra Parísar til Reykjavíkur. MSS23060108

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 20. júní 2023, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að heimila byggingarnefnd að halda áfram undirbúningi og hönnun á útboðsgögnum á grundvelli minnisblaðs byggingarnefndar, dags. 11. júní sl., og greinargerð með bréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs f.h. byggingarnefndar til borgarráðs vegna uppbyggingar fjölnota íþróttahúss á svæði KR við Frostaskjól 2, dags. 19. júní sl. Fjármögnun verði vísað til undirbúnings fjárfestingaráætlunar.

    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23060025

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna fyrirliggjandi áformum um löngu tímabærar úrbætur á aðstöðumálum KR. Undirstrika fulltrúarnir mikilvægi þess að áformunum verði fylgt eftir og framkvæmdum fundinn staður í fjárhagsáætlun, en á síðustu árum hefur félaginu verið lofað úrbótum, kosningar eftir kosningar, án nokkurra efnda.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 19. júní 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning vegna húsnæðis á Vesturlandsvegi 103, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060039

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 19. júní 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarsamning vegna húsnæðis að Gylfaflöt 5, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22030050

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs og menningar- og íþróttasviðs, dags. 14. júní 2023, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 19. maí 2023 og samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 12. júní 2023 á tillögu um nýja deild á menningar- og íþróttasviði.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Helgi Grímsson og Atli Steinn Árnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS23050012

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Útilífsborgin er spennandi viðbót í fjölbreytta flóru menningar, íþrótta og útivistar í borginni en með stofnun þessarar nýju deildar sameinast á einum stað rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, starfsemi Sigluness í Nauthólsvík, skíðabrekkurnar í borgarlandinu og Miðstöð útivistar og útináms í Gufunesi sem hefur verið á vegum skóla- og frístundasviðs en flyst nú yfir til hins nýja menningar- og íþróttasviðs. Útilífsborgin verður nú ein af höfuðstoðum nýja sviðsins og með henni skapast fjölmörg tækifæri til að sækja fram, nýta fjármuni betur og efla fjölbreytta valkosti fyrir fjölskyldufólk í borginni að njóta útivistar, náttúrufegurðar og hreyfingar í anda bættrar lýðheilsu og skemmtilegs mannlífs í borginni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Meirihlutinn leggur til að á menningar- og íþróttasviði verði til deild sem kennd er við útilífsborgina Reykjavík. Það á að sameina Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Siglunes, skíðabrekkur innan borgarmarkanna og ákveðna starfsemi skóla- og frístundasviðs. Um er að ræða umtalsverða sameiningu sem er ekki til þess að spara eða hagræða en með sameiningu er verið „að nýta fjármagn betur.“ Reynslan af sameiningu eins og Flokkur fólksins hefur upplifað í borginni er að sameining hefur oft í för með sér aukakostnað. Með sameiningu er einnig alltaf hætta á að þjónusta verði lélegri, að hvert og eitt svið fái ekki nægilegt rými og að sérþekking og reynsla tapist eða fá ekki að njóta sín sem skyldi.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. júní 2023, sbr. afgreiðslu skóla- og frístundaráðs á tillögu fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um opnunartíma félagsmiðstöðva, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23020091

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í tillögugerð ungmennaráðs Árbæjar og Holta. Efnislega er tillaga ungmennaráðsins tvíþætt, í fyrsta lagi að borgarstjórn hætti við að stytta opnunartíma í félagsmiðstöðvum og í öðru lagi að samráð sé haft við ungmennaráð borgarinnar þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Miðað við mikilvægi málefnisins fyrir hagsmuni unglinga er óhætt að taka undir tillögu ungmennaráðsins. Hér er sérstaklega haft í huga hið ríka forvarnargildi félagsmiðstöðva. Sparnaður af styttingu opnunartímans er rýr og næg tækifæri annars staðar í borgarkerfinu til að spara álíka fjárhæðir. Einnig er sú ábending réttmæt, sbr. 2. ml. 2. mgr. 11. gr. æskulýðslaga nr. 80/2007, að sveitarfélag eigi að hafa samráð við ungmennaráð um málefni sem varða hagsmuni þeirra. Að lokum skal þess getið að á veturna er útivistartími 13-16 ára lengri en til kl. 22:00, sbr. 1. mgr. 92. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er bagalegt að meirihlutinn hafi ekki getað dregið styttri opnunartíma félagsmiðstöðva til baka að fullu. Rökin þeirra fyrir stuttum opnunartíma hafa verið hagræðing en eins og dæmin sýna vitum við að svona niðurskurður mun kosta samfélagið meira til lengri tíma litið. Samfés sem starfar í þágu ungs fólks um land allt hefur gagnrýnt styttri opnunartíma og bent á tvískinnunginn þegar meirihlutinn segist vera að vinna út frá hugmyndafræðinni Betri borg fyrir börn. Samfélagið kalli eftir auknu forvarnarstarfi og langtímaafleiðingar þess að draga þar úr muni kosta samfélagið mikið. Hinn eini sanni sparnaður felist í því að halda áfram og auka frekar við það öfluga og faglega forvarnarstarf sem fer fram í starfi félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Sósíalista vill þakka ungmennaráði Árbæjar og Holta fyrir tillöguna og baráttu sína.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með fulltrúa í ungmennaráði Árbæjar og Holta um opnunartíma félagsmiðstöðva um að hætta skuli við að stytta opnunartíma í félagsmiðstöðvum og að samráð sé haft við ungmenni borgarinnar áður en teknar eru ákvarðanir um frístundastarf unglinga. Meirihlutinn vill klípa 15 mínútur af opnunartíma á mánudögum og miðvikudögum til að spara. Hér er verið að spara á röngum stöðum. Nær væri að hætta að þenja báknið eins og verið er að gera með fjölgun stöðugilda á ýmsum sviðum. Hér er um að ræða félagsmiðstöð sem skiptir máli fyrir ungmennin. Félagsmiðstöðvar hafa mikið forvarnargildi. Svona ákvörðun á auk þess ekki að taka án samráðs við unglingana. Borgaryfirvöld vilja láta að því liggja að verið sé að bæta þjónustu við börn en í þeim töluðu orðum er verið að skerða þjónustu við börn.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 16. júní 2023, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fjölda barna á biðlista eftir leiguhúsnæði, sbr. 57. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. maí 2023. MSS23050153

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í svari kemur fram að ef miðað er við börn sem hafa lögheimili hjá foreldrinu, bíða alls 383 börn eftir leiguhúsnæði en auk þess eru 20 börn sem eru í umgengni hjá foreldrum sem eru á biðlistanum. Þetta er stór hópur og aðstæður þeirra án efa mismunandi. Húsnæðisekla hefur margslungin áhrif og afleiðingar og gera má því skóna að neikvæðustu áhrifin og alvarlegustu afleiðingarnar séu einmitt á þá minnimáttar, börnin.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. júní 2023, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um verkefnastjóra framtíðarinnar, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs, dags. 9. febrúar 2023. MSS23020062

    Fylgigögn

  15. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 15. júní 2023. MSS23010026

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar:

    Í 1. lið fer fram umræða um aðgengisfulltrúa en ekki kemur fram neitt um hvað var rætt eða hvort komist var að niðurstöðu. Flokk fólksins er farið að lengja eftir að aðgengisfulltrúi verði ráðinn.

    Fylgigögn

  16. Lagðar fram fundargerðir innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 25. maí og 15. júní 2023. MSS23010005

    Fylgigögn

  17. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 12. júní 2023. MSS23010033

    Fylgigögn

  18. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 9. júní 2023. MSS23010021

    Fylgigögn

  19. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. júní 2023.
    5. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS23010011

    Fylgigögn

  20. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 14. júní 2023. MSS23010025

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. MSS23050183

    Fylgigögn

  22. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS23060006

    Fylgigögn

  23. Fram fer umræða um málefni íbúaráðs Laugardals.

    Anna Kristinsdóttir og Heimir Snær Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23010033

  24. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að tímalaun unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur verði uppfærð á milli ára í samræmi við launavísitölu Hagstofu Íslands og hækki þannig um 9%. Hækkunin verði fjármögnuð af lið 09205, ófyrirséð í gildandi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. MSS23060139

    Frestað.

  25. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarráð samþykki að beina því til stjórnar Strætó að það verði útbúin leiðarspjöld í vagnana sem sýni stoppistöðvar á viðkomandi leið til að auðvelda farþegum að átta sig á því hvar þeir eigi að fara út til að komast á áfangastað. Farþegar í strætó lenda oft í því að vera leiðsögumenn fyrir aðra farþega, t.d. erlenda ferðamenn sem eru ekki vissir um hvar þeir eigi að fara út til að komast á áfangastað, því bílstjórar af erlendum uppruna tala hvorki íslensku né ensku og geta þar af leiðandi ekki leiðbeint farþegum. Þetta hlýtur að vera erfið staða fyrir þessa bílstjóra og því er lagt til að hugað verði að myndrænni framsetningu leiðanna sem hægt er að nota sem hjálpartæki. MSS23060141

    Vísað til meðferðar stjórnar Strætó bs. 

  26. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Flokkur fólksins leggur til að Reykjavíkurborg semji við Hljóðbókasafnið fyrir hönd allra skólanna í Reykjavík svo það opnist aðgengi fyrir alla nemendur en ekki bara þá sem hafa fengið greiningu. Flokkur fólksins telur mikilvægt að Hljóðbókasafnið sé opið öllum grunnskólabörnum en ekki eingöngu börnum sem fengið hafa greiningu. Efnalítið fólk svo og margir innflytjendur hafa ekki mikið á milli handanna til að kaupa bækur fyrir börn sín. Því er mjög mikilvægt að bæta aðgengi allra barna að hljóðbókum. Hljóðbækur eru mjög mikilvægar fyrir börn af erlendum uppruna og í raun alla grunnskólanemendur til efla málskilning þeirra. MSS23060142

    Frestað. 

  27. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Í ljósi þess að mannauðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs hætti fyrir nokkru síðan óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir upplýsingum um hversu margt starfsfólk sviðsins hefur hætt sjálfviljugt eða verið sagt upp undanfarin fimm ár. Einnig er farið fram á upplýsingar hvort um beinar uppsagnir hafi verið að ræða eða fólki gefinn kostur á því að segja upp sjálft. Spurt er jafnframt um hvaða störf er þarna að ræða. Vitað er að einnig hafi verið skipt um fjármálastjóra oftar en einu sinni á umbeðnu tímabili. Hversu margir starfsmenn hafa verið ráðnir inn til sviðsins undanfarin fimm ár og í hvaða störf? MSS23060143

  28. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Vinstri grænna óskar eftir greinargerð frá SORPU um þær þjónustutruflanir sem átt hafa sér stað í dreifingu á metangasi til ökutækja á síðustu vikum. Margoft hafa borist fregnir af metanleysi á einum eða fleiri sölustöðum þess og ítrekað hefur verið sagt frá misvísandi mælingum bíleigenda annars vegar en SORPU hins vegar á hreinleika gassins það sem af er sumri. Óskað er skýringa á því hvernig standi á þessu þjónusturofi og hvaða ráðstafanir hafi verið gerðar til að tryggja að það endurtaki sig ekki. Minnt er á að notkun á metani til bifreiðaaksturs er þáttur í loftslagsstefnu borgarinnar og afar slæmt að dragi úr trausti til þessa orkugjafa. MSS23060144

    Vísað til umsagnar stjórnar SORPU bs.

Fundi slitið kl. 11:50

Einar Þorsteinsson Dóra Björt Guðjónsdóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir Hildur Björnsdóttir

Kjartan Magnússon Pawel Bartoszek

Trausti Breiðfjörð Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs frá 22. júní 2023 - prentvæn útgáfa