Opnunartími frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva Reykjavíkurborgar breytist frá og með næsta sumri. Opið verður frá kl. 8:30-16:30 og ekki verður boðið upp á viðbótarstundir eins og áður. Gjaldskráin hefur verið uppfærð í samræmi við breyttan opnunartíma.
Breytingarnar eru hluti af hagræðingaraðgerðum Reykjavíkurborgar og í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 sem kynnt var í byrjun nóvember.
Allar starfsstöðvar verðar lokaðar í fjórar vikur á sumrin og því ekki opið viku lengur á einu frístundaheimili í hverjum borgarhluta eins og áður.
Sú breyting hefur einnig orðið að börn sem skráð eru í viðkomandi grunnskóla hafa forgang í sumarstarf frístundaheimilisins sem starfar við skólann. Ef enn eru laus pláss í sumarfrístund eftir að búið er að afgreiða allar umsóknir barna sem eru skráð í þann grunnskóla sem frístundaheimilið starfar við, er unnt að veita öðrum börnum aðgang að sumarfrístund. Þær umsóknir verða afgreiddar í síðasta lagi á föstudegi í vikunni áður en námskeiðið hefst.
Skráning á sumarnámskeið hefst 25. apríl í gegnum Völu frístund, frekari upplýsingar um það berast þegar nær dregur.
Uppfærðar reglur um þjónustu frístundaheimila, reglur um þjónustu félagsmiðstöðva og gjaldskrá frístundaheimila og félagsmiðstöðva.