Heilbrigðiseftirlitið innkallar ávöxtinn Langsat bón bon frá Víetnam

Heilbrigðiseftirlit Innkallanir matvæla

Ávöxturinn Langsat Bón bon
Innköllun frá Heilbrigðiseftirliti

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að höfðu samráði við Dai Phat Trading Inc. ehf hefur innkallað frá neytendum ávöxtinn Langsat bón bón frá Víetnam.

Ástæða innköllunar:

Varnarefnaleifar (Carbaryl) greindust yfir mörkum í vörunni skv. reglugerð 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri.

Hver er hættan?

Getur haft neikvæð heilsufarsleg áhrif.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: Langsat bón bón.

Lotunúmer: Allar lotur

Innflytjandi: Dai Phat Trading ehf., Faxafeni 14, 108 Reykjavík.

Framleiðandi: Thien Kim Trading Co.,Ltd

Framleiðsluland: Vietnam

Dreifing:

Asian Supermarket, Faxafeni 14

Leiðbeiningar til neytenda:

Neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga.

Nánari upplýsingar um innköllun veita starfsmenn Asian Supermarket, Faxafeni 14 og/eða í síma 578-3889