Borgarráð hefur falið sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að velja starfsstöðvar til að taka þátt í tilraunverkefni sem felur í sér að börn sem eru að ljúka leikskólagöngu dvelji á frístundaheimili eftir sumarfrí leikskóla og þar til grunnskólagangan hefst. Þrjú frístundaheimili í Reykjavík taka á móti 5 ára börnum í ágúst.
Borgarráð hefur falið sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að velja starfsstöðvar til að taka þátt í tilraunverkefni sem felur í sér að börn sem eru að ljúka leikskólagöngu dvelji á frístundaheimili eftir sumarfrí leikskóla og þar til grunnskólagangan hefst. Þrjú frístundaheimili í Reykjavík taka á móti 5 ára börnum í ágúst.
Eftirtaldir starfsstaðir taka þátt í tilraunaverkefninu:
Norðlingaskóli, frístundaheimilið Klapparholt, leikskólinn Rauðhóll.
Rimaskóli, frístundaheimilið Tígrisbær, leikskólinn Laufskálar, leikskólinn Fífuborg, leikskólinn Lyngheimar.
Breiðholtsskóli, frístundaheimilið Bakkasel, leikskólinn Bakkaborg og leikskólinn Borg.
Starfsfólk sem sinnir sérhæfðum stuðningi fylgir börnunum
Boðið verði upp á dvöl á frístundaheimilum fyrir börnin frá 9. ágúst til 18. ágúst næstkomandi, í átta daga. Kostnaður vegna dvalarinnar fyrir foreldra miðast við gjaldskrá vetrarstarfs frístundaheimila. Fjöldi daga getur verið breytilegur eftir því hvenær viðkomandi leikskóli lokar yfir sumarið. Starfsfólk frá viðkomandi leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum munu sinna börnunum en frístundaheimilin þrjú fara með umsjón verkefnisins. Starfsfólk leikskóla sem sinnir sérhæfðum stuðningi mun fylgja börnum. Gert er ráð fyrir því að börn í 5 ára deildum ofangreindra leikskóla fái uppsögn á sínu leikskólaplássi í júní og komi ekki til baka eftir sumarlokun leikskólanna.