Vietnam Market ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum THS Matcha Green Tea Powder 80g.
Ástæða innköllunar:
Aðskotaefni (fjölhringa kolefnissambönd) fundust í vörunni.
Hver er hættan?
Fjölhringa kolefnissambönd eru talin krabbameinsvaldandi og geta því haft skaðleg áhrif á heilsu.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: THS
Vöruheiti: Matcha Green Tea Powder
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 24.11.2024
Strikamerki: 6922163616734
Nettómagn: 80 g
Framleiðandi: Fujan Blue Lake Foods Co LTD
Framleiðsluland: Kína
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Dreifing:
Verslanir Vietnam Market, Laugavegi 86-94 og Bankastræti 11, 101 Reykjavík
Leiðbeiningar til neytenda:
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki heldur farga eða skila í ofangreindar verslanir Vietnam Market að Laugavegi 86-94 og Bankastræti 11.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar má nálgast í verslunum Vietnam Market, Laugavegi 86-94 og Bankastræti 11, í síma 847 4245 eða í tölvupósti info@vy.is