Innköllun: THS Matcha Green Tea Powder

Heilbrigðiseftirlit Innkallanir matvæla

matcha green tea powder

Vietnam Market ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum THS Matcha Green Tea Powder 80g.

Ástæða innköllunar:

Aðskotaefni (fjölhringa kolefnissambönd) fundust í vörunni.

Hver er hættan?

Fjölhringa kolefnissambönd eru talin krabbameinsvaldandi og geta því haft skaðleg áhrif á heilsu.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: THS

Vöruheiti: Matcha Green Tea Powder

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 24.11.2024

Strikamerki: 6922163616734

Nettómagn: 80 g

Framleiðandi: Fujan Blue Lake Foods Co LTD

Framleiðsluland: Kína

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík

Dreifing:

Verslanir Vietnam Market, Laugavegi 86-94 og Bankastræti 11, 101 Reykjavík

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki heldur farga eða skila í ofangreindar verslanir Vietnam Market að Laugavegi 86-94 og Bankastræti 11.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar má nálgast í verslunum Vietnam Market, Laugavegi 86-94 og Bankastræti 11, í síma 847 4245 eða í tölvupósti info@vy.is