Efnt til hönnunarsamkeppni um framtíðarbókasafn miðborgarinnar

Menning og listir

Grófarhús Samkeppni

Framtíðabókasafn miðborgarinnar verður lifandi samfélagsrými og þátttökugátt fyrir íbúa Reykjavíkur. Auglýst er eftir þátttöku í forvali fyrir hönnunarsamkeppni um Grófarhús. Umsóknum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en kl. 12.00 þann 10. febrúar 2022. 

 

GRÓFARHÚS - LIFANDI SAMFÉLAGSRÝMI OG ÞÁTTTÖKUGÁTT FYRIR ÍBÚA REYKJAVÍKUR

Reykjavíkurborg efnir til hönnunarsamkeppni um endurhönnun á Grófarhúsi í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Samkeppnin er hönnunar- og framkvæmdasamkeppni með forvali. Að því loknu munu fimm teymi taka þátt í samkeppni um breytingar og endurbætur á Grófarhúsi við Tryggvagötu sem á að hýsa framtíðarbókasafn miðborgarinnar.

Forvalsnefnd umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar býður arkitektum/hönnunarteymum til þátttöku í forvalinu. Forvalsnefnd fer yfir umsóknir sem berast og velur fimm teymi til þátttöku í samkeppninni.

Öllum sem uppfylla skilyrði er frjáls þátttaka í forvalinu og óskað er eftir að mynduð séu þverfagleg teymi sem í eru að minnsta kosti einn arkitekt, einn innanhússarkitekt og einn upplifunarhönnuður þegar sótt er um.

Teymin sem valin verða fyrir valinu og skila inn tillögum frá greiddar 5.000.000 kr. hvert. Vinningstillaga fær að auki 5.000.000 kr. auk þess sem gert er ráð fyrir að ná samningi um hönnun verkefnisins.

Lýsing og fylgiskjöl á útboðsvef

Forvalslýsing og fylgiskjöl eru aðgengileg á útboðsvef Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, https://utbod.reykjavik.is/. Þátttakendum er bent á að til að tryggja að allar upplýsingar varðandi samkeppnina berist er nauðsynlegt að skrá sig inn á útboðsvefinn, 

Fyrirspurnarfrestur forvalsins er til 21. janúar 2022 kl. 12.00. Fyrirspurnir og svör við þeim verða aðgengilegar á útboðsvefnum.

Umsóknum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en kl. 12.00 þann 10. febrúar 2022.

Allar upplýsingar á reykjavik.is/grofarhus