Svifryksmengun á nýársdag yfir sólarhringsheilsuverndarmörkum

Umhverfi

""

Ljóst er að svifryksmengun á nýársdag var yfir sólarhringsheilsuverndarmörkum. Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk á sólarhring miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra. 

Hér eru sólarhringsmeðaltölin úr öllum stöðvunum 1. janúar 2021:

 

Mælistöð

Sólarhringur: PM 10 Míkrógrömm

á rúmmetra

Grensás

95

Fjölskyldu- og húsdýragarður

165

Farstöð I Vesturbæjarlaug

100

Farstöð II Bústaðarvegur/Háaleitisbraut

75

 

Fyrstu klukkustundir nýarsdags einkenndust af mikilli svifryksmegnun á höfuðborgarsvæðinu eins og greint var frá í frétt á vef borgarinnar. Þar er hægt að skoða gildin eins og þau voru fyrstu klukkustundirnar eftir miðnætti.

Hér er hægt að skoða loftgæði á landinu öllu.