
Fyrstu klukkustundir nýársdags einkenndust af mikilli svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu.
Svifryk er fínasta gerð rykagna sem eiga greiða leið í öndunarfærin en heilsuverndarmörk á sólarhring miðast við 50 míkrógrömm á rúmmetra. Í töflum 1-3 sem hér birtast er styrkur PM 10, PM 2,5 og PM1 fyrstu þrjár klst ársins í mælistöðvunum í Reykjavík sýndur.
PM10 á fyrstu klukkustund á mælistöð:
- Við Grensásveg 653 míkrógrömm á rúmmetra.
- Við Fjölskyldu- og húsdýragarð 418 á míkrógrömm á rúmmetra.
- Farstöð I Vesturbæjarlaug 309 á míkrógrömm á rúmmetra.
- Farstöð II Bústaðarvegur/Háaleitisbraut 675 á míkrógrömm á rúmmetra.
Þá er hlutfall fínn svifryks PM 2,5 og PM1 mjög hátt en þær agnir fara lengst niður í lungun og komast í blóðrásina. Það eru engin klukkustundar- eða sólarhringsmörk fyrir PM 2,5 á Íslandi, aðeins leyfilegt ársmeðaltal sem er 20 µg/m³.
Enn er óljóst hvort svifryksmengun 1. janúar 2021 verði yfir sólarhringsheilsuverndarmörkum sem eru 50 míkrógrömm, Loftgæði í Reykjavík voru orðin góð núna kl. 10.
Sjá hér töflur fyrir PM 10, PM 2,5 og PM 1 fyrstu klukkustundirnar.
PM 10
Mælistöð |
Kl. 00-01: Míkrógrömm á rúmmetra |
Kl. 01-02: Míkrógrömm á rúmmetra |
Kl. 02-03: Míkrógrömm á rúmmetra |
Grensás |
653 |
442 |
409 |
Fjölskyldu- og húsdýragarður |
418 |
904 |
1029 |
Farstöð I Vesturbæjarlaug |
309 |
451 |
605 |
Farstöð II Bústaðarvegur/Háaleitisbraut |
675 |
275 |
349 |
PM 2,5
Mælistöð |
Kl. 00-01: Míkrógrömm á rúmmetra |
Kl. 01-02: Míkrógrömm á rúmmetra |
Kl. 02-03: Míkrógrömm á rúmmetra |
Farstöð I Vesturbæjarlaug |
261 |
393 |
535 |
Farstöð II Bústaðarvegur/Háaleitisbraut |
578 |
229 |
304 |
PM 1
Mælistöð |
Kl. 00-01: Míkrógrömm á rúmmetra |
Kl. 01-02: Míkrógrömm á rúmmetra |
Kl. 02-03: Míkrógrömm á rúmmetra |
Farstöð I Vesturbæjarlaug |
261 |
393 |
535 |
Farstöð II Bústaðarvegur/Háaleitisbraut |
564 |
223 |
298 |