Styrkir sem stuðla að auknu mannlífi og menningu í hverfunum árið 2021

Umhverfi Menning og listir

""

Auglýst er eftir verkefnum og viðburðum sem ætlað er að stuðli að auknu mannlífi, menningu, félagsauði og lífsgæðum í hverfunum árið 2021.

Mikilvægt er að verkefnin höfði til allra aldurshópa og skírskoti til breiðs hóps fólks sem vill sækja sér afþreyingu og upplifun í eigin hverfi.

Íbúaráð Reykjavíkur úthlutuðu styrkjum í upphafi sumars en í nokkrum hverfum stendur eftir fjármagn sem enn á eftir að úthluta. Hægt er að sækja um styrk á rafrænu umsóknarformi neðst á þessari síðu. Eftirstöðvar sjóðsins eru eftirfarandi:

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals                kr. 1.490.000

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis              kr.    530.000

Íbúaráð Laugardals                                           kr. 2.130.000

Íbúaráð Vesturbæjar                                         kr.     760.000

Umsóknarfrestur er frá 17. september –  4. október 2021. Að öllu jöfnu er miðað við að styrkupphæðir fyrir hvert verkefni, séu á bilinu kr. 50.000 til 500.000.

Hverjir geta sótt um og hvað er styrkt?

Einstaklingar, félagasamtök eða aðrir hópar sem vinna saman að einstöku verkefni geta sótt um styrk í sjóðinn. Markmið sjóðsins er að efla hverfisanda, félagsauð, mannlíf og menningu í hverfunum.

Styrkir geta til dæmis fallið til:

Viðburða í hverfum borgarinnar sem höfða til allra aldurshópa

Markaða sem efla líf í hverfinu

Tónleika, listviðburða eða annað sem eflir hverfisvitund

Pop - up leikvalla og þrautabrauta í hverfunum

Viðburða tengdum jólahaldi eða áramótum

Önnur verkefni sem eru til þess fallin að auka félagsauð og styrkja hverfisvitund

Styrknum er ekki ætlað að koma í stað launa heldur vegna efniskostnaðar, kaupa á listviðburðum, kostnaði við leiðbeinendur, auglýsingakostnað eða veitingar.

Vakin er athygli á því að viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á.

Styrkþegar skulu þegar við á sækja um nauðsynleg leyfi fyrir framkvæmd verkefnis, t.d. notkun á borgarlandi og uppsetningu mannvirkja.

Frekari leiðbeiningar eru veittar hjá starfsmönnum mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu: hverfissjodur@reykjavik.is.