Sendu inn umsögn fyrir miðnætti

Mannréttindi Mannlíf

""

Vakin er athygli á því að frestur til þess að skila umsögnum um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar og tillögu að breytingum á íbúarráðum Reykjavíkurborgar rennur út í dag 1. september. 

Óskað er eftir umsögnum um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Frá hausti 2019 hefur stýrihópur unnið að nýrri lýðræðisstefnu í opnu samráðsferli. Borgarbúar eru hvattir til að kynna sér drög lýðræðisstefnunnar ásamt aðgerðaráætlun sem inniheldur mælanleg markmið stefnunnar og senda inn umsagnir.

Nýtt fyrirkomulag íbúaráða hefur verið starfrækt síðan 2019 en þá tóku íbúaráðin við af hverfisráðunum með ýmiskonar breytingum. Um tilraunaverkefni var að ræða og í kjölfar víðtæks samráðsferils hefur nú verið mótuð tillaga sem byggir á því að íbúaráðin verði áfram starfandi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða og senda inn umsagnir.

Frestur til að skila inn umsögnum rennur út í dag miðvikudaginn 1. september og verður hægt að senda inn umsagnir til miðnættis. 

Vegna lýðræðisstefnu:

https://www.betrireykjavik.is/community/3414

Vegna íbúaráða:

https://www.betrireykjavik.is/community/3428

Nánari upplýsingar

https://reykjavik.is/lydraedisstefna

https://reykjavik.is/tillaga-ad-breytingum-ibuaradum