Unnið hefur verið að mótun lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar síðan haustið 2019 og nú liggja fyrir drög að stefnunni ásamt aðgerðaráætlun og mælanlegum markmiðum. Gildistími stefnunnar er frá 2021-2030. Óskað er eftir umsögnum frá almenningi og frestur til þess að skila umsögnum er til 23. ágúst 2021
Stefnudrögin voru unnin í opnu samráðsferli sem aðgengilegt var öllum. COVID-19 setti vissulega svip sinn á samráðsferlið en með rafrænum lausnum í bland við aðrar aðferðir tókst að bjóða upp á víðtækt samtal um lýðræði og þátttöku í Reykjavík.
Markmiðið með stefnunni er að auka þátttöku og áhrif íbúa. Lýðræðisstefnan á að vera leiðarljós bæði fyrir íbúa borgarinnar og stjórnkerfið um það með hvaða hætti íbúar koma að ákvarðanatöku í verkefnum Reykjavíkurborgar.
Drög að lýðræðisstefnu, mælanleg markmið og aðgerðaráætlun
Sendu inn umsögn í gegnum Betri Reykjavík
Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið lydraedi@reykjavik.is