Ný hjólabraut opnuð á Miðbakkanum

Umhverfi Mannlíf

""

Ný og glæsileg hjólabraut verður formlega opnuð á Miðbakka Reykjavíkur klukkan 16.30 í dag fimmtudaginn 1. júlí. DJ De La Rosa heldur uppi stemningunni á opnunarhátíðinni og hressir krakkar frá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HRFÍ) sýna listir sínar.

Fyrir allskonar hjól og íslenskar aðstæður

Hjólabraut sem þessi heitir „pump track“ á ensku og hafa því sumir kallað svona brautir pumpur á íslensku. Pumpan á Miðbakkanum er af nýjustu gerð og er önnur sinnar tegundar í heiminum en sambærilega braut er að finna í Vínarborg. Brautin er hönnuð fyrir alllskonar hjól; reiðhjól, hlaupahjól, hjólabretti, línuskauta, langbretti og sparkhjól. Hún þykir henta sérlega vel fyrir íslenskar aðstæður því hún verður ekki sleip í raka og rigningu og nýtist því vel flesta mánuði ársins.

Miðbakkinn góður áfangastaður fyrir hjól og bretti

Miðbakkinn er því kjörinn áfangastaður fyrir þá sem kjósa að rúlla um borgina því þarna er líka að finna flottan hjólabrettapall sem settur var upp síðasta sumar.

Pumpan er í raun réttnefni því ekki er beint treyst á pedalana eða sparkhreyfingar á svona braut heldur er ekki síður treyst á þyngdaraflið og líkamshreyfingar til að skapa hreyfingu á brautinni.

Allir eru velkomnir á opnunarhátíðina og er um að gera að taka hjól með sér.

Viðburður á Facebook.