Innköllun á hamborgarabrauði -Schnitzer Gluten-Free Organic Hamburger Buns.

Heilbrigðiseftirlit

""

Einstök matvara ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Schnitzer Gluten-Free Organic Hamburger Buns hamborgarabrauð.

Ástæða innköllunar:

Varnarefnið ethylene oxíð greindist í vörunni en það er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.

Hver er hættan?

Neysla á matvælum sem innihalda ethylene oxíð getur til langs tíma verið heilsuspillandi.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Schnitzer

Vöruheiti: Gluten-Free Organic Hamburger Buns           

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 03.03.2021, 12.04.2021, 15.04.2021

Lotunúmer: 030321, 120421, 150421

Strikamerki: 402299345260

Nettómagn: 125 g

Geymsluskilyrði: Á ekki við

Framleiðandi: Schnitzer GmbH & Co.

Framleiðsluland: Þýskaland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Einstök matvara, Lambhagavegi 13, Reykjavík.

Dreifing:

Verslanir Hagkaupa, Nettó Glerártorgi, Krossmóa, Mjódd og Granda, Heimkaup, Melabúðin.

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Einstök matvara ehf. í síma 557 1771.