Innköllun á Den Gamle Fabrik Marmelade med appelsin

Heilbrigðiseftirlit

""

Ásbjörn Ólafsson ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Den Gamle Fabrik Marmelade med Appelsin.

Ástæða innköllunar:

Varnarefnið ethylene oxíð var notað við framleiðslu á aukefninu karóbgúmmí (E 410) sem síðan var notað við framleiðslu á vörunni.  Ethylene oxíð er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.

Hver er hættan?

Neysla á matvælum sem innihalda ethylene oxíð getur til langs tíma verið heilsuspillandi.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Den Gamle Fabrik

Vöruheiti: Marmelade med Appelsin    

Geymsluþol: Best fyrir  Dagsetning: 14.10.2022

Lotunúmer: 141022

Strikamerki: 5701211106028

Nettómagn: 380 g

Geymsluskilyrði: Á ekki við

Framleiðandi: Orkla Danmark

Framleiðsluland: Danmörk

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík.

Dreifing:

Verslanir Hagkaupa Skeifunni og Akureyri, Kjöthöllin Háaleitisbraut, Heimkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Extra Akureyri, 10-11 Austurstræti á tímabilinu 24. júní til 21. júlí 2021.

Leiðbeiningar til neytenda:

Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.

Nánari upplýsingar um innköllun:

Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Þórunn Marinósdóttir, thorunn[hja]asbjorn.is 414 1121.