Ásbjörn Ólafsson ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Den Gamle Fabrik Marmelade med Appelsin.
Ástæða innköllunar:
Varnarefnið ethylene oxíð var notað við framleiðslu á aukefninu karóbgúmmí (E 410) sem síðan var notað við framleiðslu á vörunni. Ethylene oxíð er ekki leyfilegt til notkunar við framleiðslu matvæla í Evrópu.
Hver er hættan?
Neysla á matvælum sem innihalda ethylene oxíð getur til langs tíma verið heilsuspillandi.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Den Gamle Fabrik
Vöruheiti: Marmelade med Appelsin
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 14.10.2022
Lotunúmer: 141022
Strikamerki: 5701211106028
Nettómagn: 380 g
Geymsluskilyrði: Á ekki við
Framleiðandi: Orkla Danmark
Framleiðsluland: Danmörk
Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:
Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6, 104 Reykjavík.
Dreifing:
Verslanir Hagkaupa Skeifunni og Akureyri, Kjöthöllin Háaleitisbraut, Heimkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Extra Akureyri, 10-11 Austurstræti á tímabilinu 24. júní til 21. júlí 2021.
Leiðbeiningar til neytenda:
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.
Nánari upplýsingar um innköllun:
Nánari upplýsingar um innköllunina veitir Þórunn Marinósdóttir, thorunn[hja]asbjorn.is 414 1121.