Götur fyrir mannlíf

Samgöngur Umhverfi

""

Umferðaröryggisvika Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir en í ár er þemað „Götur fyrir mannlíf“ og notast er við myllumerkið #Love30. Áherslan er á baráttu fyrir því að draga úr umferðarhraða og fjölga götum sem eru með 30 kílómetra hámarkshraða á klukkustund. Þemavikan stendur yfir dagana 17.-23. maí og er þetta í sjötta sinn sem umferðaröryggisvikan er haldin.

Á vef umferðaröryggisviku SÞ segir að götur þar sem hámarkshraðinn sé 30 km/klst bjargi mannslífum og bjóði upp á mannlíf og séu einnig hjartað í hverju samfélagi. Lækkun hámarkshraða geti af sér heilsusamlegra og grænna umhverfi þar sem fólk geti gengið, lifað og leikið sér.

Grænar götur eru ávinningur fyrir vegfarendur

Á meðal þess sem talað er um er að 30 km/klst götur eru betri fyrir umhverfið því þær styðja við fjölbreytta ferðamáta. Lægri hámarkshraði er í raun mikill ávinningur fyrir vegfarendur sem ganga og hjóla, einnig fyrir börn, eldra fólk og fólk með fötlun.

Tillaga að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt nýverið en markmið hennar er að stuðla að bættu umferðaröryggi í Reykjavík til að koma í veg fyrir alvarleg slys á fólki í umferðinni. Nauðsynlegt er að draga úr umferðarhraða til að ná því.

Lesa allt um hámarkshraðaáætlunina og bætt umferðaröryggi í Reykjavík.

Skoða upplýsingar um umferðaröryggisviku Sameinuðu þjóðanna.

Lækkun hámarkshraða og aukið umferðaröryggi er takmark víða um heim því 140 þjóðir samþykktu svokallaða Stokkhólmsyfirlýsingu. Hún er í mörgum liðum og snýr einn þeirra að því að að hámarkshraði verði ekki meiri 30 km/klst þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur eru á ferðinni.

Skoða upplýsingabækling frá umferðaröryggisvikunni með ýmsum áhugaverðum upplýsingum settum fram á myndrænan hátt.