Hægt að nálgast miða til að afþakka fjölpóst í afgreiðslum sundstaða Reykjavíkurborgar og í þjónustuveri borgarinnar.
Reykjavíkurborg dreifði í fyrrasumar miðum til íbúa til að afþakka ómerktan fjölpóst. Nokkuð er spurt um þessa miða og því er núna hægt að nálgast miða í afgreiðslum sundstaða í Reykjavík og í þjónustuverinu í Borgartúni 12-14.
Um er að ræða þrjá mismunandi límmiða. Íbúar geta afþakkað allan fjölpóst, afþakkað annan fjölpóst en fríblöð eða tilgreint þann fjölda fríblaða sem óskað er eftir sem hentar mjög vel fyrir fjölbýli. Skilaboðin eru á íslensku, pólsku og ensku.
Með notkun miðanna getur fólk stuðlað að minni notkun auðlinda, vegna pappírs, prentunar og dreifingar og vegna söfnunar og endurvinnslu á pappírnum.
Lesa nánar um miðana og tilgang þeirra.