Meira en þrjú hundruð verkfæri eru á vefnum menntastefna.is sem hefur að markmiði að framfylgja menntastefnu borgarinnar Látum draumana rætast.
Mörg þessara verkfæra hafa verið sett inn á vefinn af kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi borgarinnar og sýna fram á snjallar lausnir á tímum kórónuveirunnar. Nýta má þessi verkfæri í netstuddu námi, hvort heldur fyrir kennara eða nemendur. Hér eru nokkur dæmi um verkfæri til að styðja við nám á netinu;
-
- Bók fyrir börn um Kórónaveiruna á nokkrum tungumálum
- Vinafundir og hreyfistundir í leikskólanum Rauðhól
- Frístundalæsi – skemmtileg foreldrahandbók
- Dagbók fyrir grunnskólanemendur sem læra íslensku sem annað mál
- Nám stutt af neti - er síða sem kennarar í upplýsingatækni hafa sett upp.
- Kennslumyndbönd á íslensku um Google skólalausnir