Sameiginleg Þrettándahátíð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða verður haldin við Ægissíðuna 6. janúar. Safnast verður saman við Melaskóla kl. 18.00, en þar munu ungmenni leiða fjöldasöng undir stjórn Sveins Bjarka og síðan verður gengið með kyndla að brennunni á Ægisíðu. Borinn verður eldur að kestinum um kl. 18.30 og flugeldasýning verður um kl. 18.50 sem er hún í samstarfi við KR-flugelda. Þá verður Rauði krossinn með léttar veitingar til sölu gegn vægu verði. Mögulega munu jólasveinarnir kíkja við áður en þeir leggja af stað heim til sín í fjöllin.
Undanfarin ár hefur verið frábær mæting og mikil gleði.
Foreldrafélög Vesturbæjar-, Granda-, Haga-, Mela-, Hlíða- og Háteigsskóla; Tjörnin frístundamiðstöð og Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða standa að þrettándahátíðinni. Að gefnu tilefni vilja aðstandendur hátíðarinnar biðja alla um að skilja skotelda eftir heima, því það getur skapað mikla hættu að skjóta þeim upp þar sem margir eru saman komnir.