Mælaborð borgarbúa er gagnlegur viskubrunnur

Velferð Umhverfi

""

Tölfræði um rekstur Reykjavíkurborgar og lífið í borginni hefur verið gerð aðgengileg með nýrri þjónustu, Mælaborði borgarbúa, sem opnað var í dag.  Á mælaborðinu er hægt að skoða fjölbreytt gögn sett fram á aðgengilegan hátt um þá ólíku málaflokka sem tengjast Reykjavíkurborg og lífinu í borginni, allt frá notkun sundstaða til lesskilnings skólabarna.  Skoða mælaborðið

Að baki mælaborðinu liggur mikil undirbúningsvinna sem fjölmargir hafa komið að. Öll svið borgarinnar hafa komið að þeirri vinnu og  bera ábyrgð á gögnum sem færð eru reglulega í kerfið. Margir mælikvarðar uppfærast sjálfkrafa úr kerfum borgarinnar enda er mælaborðið spegill á stöðuna hverju sinni. Framsetning gagnanna er myndræn og miðar að aðgengilegu notendaviðmóti. Starfsemi Reykjavíkurborgar kallar á mikla gagnavinnslu til að auðvelda og bæta ákvarðanatöku og er mælaborðið ein birtingarmynd slíkrar vinnu. Reykjavíkurborg hefur unnið að auknu aðgengi íbúa að upplýsingum um rekstur og þjónustu borgarinnar og hefur til að mynda opnað bókhald í gegnum opin fjármál og aukið aðgengi opinna gagna. 

Tengt efni: