Opin fjármál Reykjavíkurborgar

Upplýsingar um fjármál Reykjavíkurborgar sem skiptast í Aðalsjóð, Eignasjóð og Bílastæðasjóð.

Aðalsjóður

Undir Aðalsjóð fellur hefðbundin starfsemi borgarinnar er lýtur fyrst og fremst að lögbundnum verkefnum og er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð af skatttekjum.

Eignasjóður

Eignasjóður heldur utan um eignir borgarinnar og fjármagnar allar framkvæmdir á vegum hennar. Rekstur hans byggist á tekjum af innri leigu fasteigna, gatna og búnaðar, sölu byggingaréttar, innheimtu gatnagerðargjalda, tekjum samkvæmt þjónustusamningum og ytri leigu fasteigna og lóða.

Bílastæðasjóður

Bílastæðasjóður rekur sjö bílahús í miðborg Reykjavíkur og fer jafnframt með eftirliti með bifreiðastöðvum. Aðaltekjur sjóðsins er leiga bílastæða og tekjur vegna stöðvunargjalda.

Undirliggjandi gagnaskrá fyrir fjármálagögn borgarinnar er birt í Gagnagátt borgarinnar.