Hjólað í vinnuna hófst með formlegum hætti í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum í morgun. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í sautjánda skipti að heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, frá 8. – 28. maí.
Megin markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert.
Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Gyða Sól, ávörpuðu gesti áður en þeir héldu út í veðurblíðuna og hjóluðu til vinnu.
Verkefnið höfðar til starfsfólks á vinnustöðum landsins og hefur þátttakan margfaldast frá því að verkefnið fór af stað. Keppt er um fjölda þátttökudaga en lið geta jafnframt skráð sig í kílómetrakeppnina þar sem keppt er um heildarfjölda kílómetra.
Í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um að efla vistvæna ferðamáta er það meginmarkmið Hjólreiðaáætlunar 2015–2020 að auka hlutdeild hjólreiða í öllum ferðum í borginni. Aukin hlutdeild hjólreiða er hagkvæm, hefur góð áhrif á umhverfi, lýðheilsu og lífsgæði og skapar betri borg.
Meira um átakið hjólað í vinnuna