Brúarsmiðir, frístundakort og upplýsingagátt - málefni sem brenna á innflytjendum

Skóli og frístund Mannréttindi

""

Sameiginlegur fundur Borgarstjórnar Reykjavíkur og Fjölmenningarráðs Reykjavíkur var haldinn þann 30. apríl sl. Tilgangur samráðsfundarins  var að leggja áherslu á þau málefni sem brenna á innflytjendum. Á fundinum voru lagðar fram fimm  tillögur sem varða málefni innflytjenda.

English below. "Cultural mediators, leisure card and electronic access to information - issues that matter for immigrants"

Tillaga um frístundakort Reykjavíkurborgar fjallar um hvernig skuli upplýsa Reykvíkinga með annað móðurmál en íslensku með hvaða hætti megi nýta frístundakort til að skipuleggja og fjármagna frístundastarf barna. Óskað var eftir að Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að fara í eftirfarandi aðgerðir: Umsókn og reglur um aðild að frístundakorti verði aðgengilegt bæði á íslensku og ensku. Ráðist verði í auglýsingaherferð á fleiri tungumálum þar sem frístundakort er kynnt gagnvart mögulegum skipuleggjendum frístundastarfs. 

Tillagan var kynnt af Jórunni Pálu Jónasdóttur, varaformanni fjölmenningarráðs og varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Tillögunni var vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

Tillaga um rafræna upplýsingagjöf fyrir innflytjendur í gegnum rafræna gátt þar sem  fyrirspurnum á öðrum tungumálum en íslensku er svarað innan skamms tíma. Tillagan var kynnt af Sabine Leskopf, formanni fjölmenningarráðs og borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Tillögunni var vísað til meðferðar mannréttinda- og lýðræðisráðs.

Tillaga um í að styðja starfmenn borgarinnar sem eru af erlendum uppruna í því að fá menntun sína metna og viðurkennda Tillagan var kynnt af Tui Hirv, fulltrúa Sameykis í fjölmenningarráði. Tillögunni var  vísað til meðferðar borgarráðs.

Tillaga um að efla og fjölga brúarsmiðum á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Brúarsmiðir veita ráðgjöf og fræðslu til foreldra af erlendum uppruna. Þeir veita millimenningarfræðslu, kennsluráðgjöf og almennan stuðning við börn og nemendur. Tillögunni var visað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

Tillaga um að Reykjavíkurborg fari í heildstætt átak gegn fordómum og hatursorðræðu í garð innflytjenda í þeim tilgangi að stuðla að þróun samfélags þar sem allir samfélagsþegnar fái að lifa með reisn, í sátt og samlyndi. Átakið gæti snúið fyrst að vinnustöðum Reykjavíkurborgar og svo að samfélaginu í heild sinni með það að markmiði að auka vitund um fjölbreytni samfélagsins, hvetja til jákvæðara orðfæris og raungera hin auknu gæði og tækifæri sem fjölbreytileiki felur í sér. Ekki síst er mikilvægt að efla faglega þekkingu starfsfólks Reykjavíkurborgar á menningarnæmi og -færni. var kynnt af Nichole Leigh Mosty fulltrúa Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N.) í fjölmenningarráði. Tillögunni var vísað til meðferðar mannréttinda- og lýðræðisráðs.

Eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar sátu fundinn: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hjálmar Sveinsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Sabine Leskopf, Guðrún Ögmundsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Skúli Helgason, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Örn Þórðarson, Inga María Hlíðar Thorsteinson, Egill Þór Jónsson, ásamt fulltrúum í fjölmenningarráði: Nichole Leigh Mosty, Tui Hirv og Renata Emilsson Pesková.

English:

On April 30, there was a joint meeting of the City Council of Reykjavík and the Intercultural Council of Reykjavik. The purpose of the joint meeting was to focus on the issues that are important to immigrants. At the meeting, five proposals were submitted concerning immigration issues.

The first proposal was introduced by Jórunn Pála Jónasdóttir, vice-chairman of the Intercultural Council and deputy City Council member for the Independence Party.

The proposal about the city´s leisure card focuses on how to inform people with a different mother tongue than Icelandic how to use leisure cards to organize and finance the leisure activities of children. The City Council was asked to approve the following actions:

· All leisure card affiliation applications should be made available in both Icelandic and English.

· Rules for leisure card affiliates will be made available in both Icelandic and English.

· Launch an advertising campaign in several languages ​​to introduce leisure card affiliation to potential vendors and organizers of leisure activities.

The proposal was referred to the Culture, Sport and Leisure Council for implementation.

Next Sabine Leskopf, chairman of the Intercultural Council and City Councilman for the Social Democrat Alliance introduced a proposal requesting the opening of an electronic information portal where inquiries in languages other than Icelandic are answered in a very short amount of time. This proposal was referred to the Democracy and Human Rights Council for processing.

A proposal to support the employees of the city who are of foreign origin in having their education evaluated and recognized was presented by Tui Hirv, representative of Sameyk Labour Union for the Intercultural Council. The proposal was referred to the city´s Executive Council.

A proposal was made to strengthen and increase the number of cultural mediators in the city´s schools who provide advice and training to parents of foreign origin. Cultural mediators also provide intercultural education, advise teachers, and offer general support for children and students. The proposal was forwarded to the Department of Education and Youth.

Nichole Leigh Mosty, Intercultural Council representative for W.O.M.E.N. in Iceland, proposed that the City of Reykjavik initiate a comprehensive campaign against prejudice and hate speech towards immigrants with the goal of ensuring that all residents may live with dignity in peace and harmony.  The campaigns should focus on the city´s workplaces and employees first and then on all of society with the aim to increase awareness of the benefits of a diverse society, encourage cultural sensitivity and competence, and to encourage more positive expression. The proposal was referred to the Democracy and Human Rights Council for processing.

The following council and deputy council members were present at the meeting: Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hjálmar Sveinsson, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Sabine Leskopf, Guðrún Ögmundsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Skúli Helgason, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Jórunn Pála Jónasdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Örn Þórðarson, Inga María Hlíðar Thorsteinson, Egill Þór Jónsson, and also Intercultural Council members: Nichole Leigh Mosty, Tui Hirv and Renata Emilsson Pesková.