Málþing um samgöngur og vinnustaði, samgönguviðurkenningin 2018 og úrslit í keppni rafbíls, rafhjóls og rafstrætó á milli staða opinberuð 20. september.
Í tilefni samgönguviku 2018 efna Reykjavíkurborg og Festa til málþings um samgöngur og vinnustaðina í borginni.
Málþingið verður haldið í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur og eru allir velkomnir. Þar mun verður hjólavottun vinnustaða kynnt og einnig deililausn í samgöngumálum sem miðar að því fólk sameinist í einkabíla í ferðum til og frá vinnu eða skóla.
Fulltrúar frá handhöfum samgönguviðurkenningarinnar 2017, Orkuveitu Reykjavíkur og Verkís, kynna samgöngustefnur vinnustaðanna og áherslur í samgöngumálum.
Einnig verða samgönguverðlaun Reykjavíkurborgar 2018 afhent. Síðast en ekki síst verða úrslit úr rafhjóla, -bíla og -strætó keppninni opinberuð.
Dagskrá:
Inngangur fundarstjóra
Ketill Berg Magnússon, Festu
Frumsýning á myndbandi: Á rafbíl, rafhjóli og rafstrætó frá Mjóddinni í Háskóla Íslands – Hver vinnur?
Hjólavottun vinnustaða – allra hagur! Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi
SAMAN – Deililausn í samgöngumálum Arndís Kristjánsdóttir, lögfræðingur
Áherslur í samgöngumálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur, handhafa samgönguverðlaunanna 2017. Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðssérfræðingur
Áherslur í samgöngumálum hjá Verkís, handhafa samgönguverðlaunanna 2017. Haukur Þór Haraldsson, viðskiptastjóri
Afhending samgönguverðlauna Reykjavíkurborgar 2018. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs
Fundurinn er öllum opinn en einkum sniðinn að fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á bættum samgöngum, fyrirtækjum sem skrifað hafa undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar, sem og aðra áhugasama.