Aðstaða til tónleikahalds í Reykjavík og Framtíðarbókasafnið
Íþróttir og útivist Mannlíf
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar boðar til opins fundar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur mánudaginn 12. nóvember kl. 14-16. Allir velkomnir.
Dagskrá fundarins:
kl. 14.00 Aðstaða til tónleikahalds í Reykjavík
María Rut Reynisdóttir, verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar.
Til að styðja við lifandi tónlistarflutning þarf tónleikastaði af öllum stærðum og gerðum sem þjóna sem vettvangur fyrir tónlistarfólk til að miðla sinni listsköpun. Hvernig er aðstöðu til tónleikahalds háttað í Reykjavík og hvaða eru leiðir til úrbóta
Kynning: Aðstaða til tónleikahalds í Reykjavík (PDF)
– kynning 20 mín
Ráðsfulltrúar ræða sína sýn – 20 mín
Umræður með þátttöku úr sal – 20 mín
Kl. 15.00 Framtíðarbókasafnið
Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar á Borgarbókasafni.
Hvar er Borgarbókasafnið statt í dag og hver er þróunin erlendis? Sagt verður frá notendamiðaðri hönnun við innleiðingu þjónustustefnu Borgarbókasafnsins. Auk þess verða kynntar hugmyndir að Framtíðarbókasafninu út frá notendarannsóknum og möguleg skref í átt til framtíðar með aðstoð borgarbúa.
Kynning: Framtíðarbókasafnið (PDF)
- kynning 20 mínútur
Ráðsfulltrúar ræða sína sýn – 20 mín
Umræður með þátttöku úr sal – 20 mín
Kjörnir fulltrúar í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði verða í pallborði.
Einnig verður opnað fyrir umræður úr sal.
Fundarstjóri verður Pawel Bartoszek, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.