Rauðavatn nýtt til íþróttaiðkunar

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Kjöraðstæður voru til frístunda- og íþróttaiðkunar utandyra um helgina í Reykjavík og var Rauðavatnið vel nýtt til þess konar iðju. 

Íshokkí iðkendur frá Skautafélagi Reykjavíkur frá 7.flokki upp í 2.flokk æfðu á Rauðavatni laugardag og sunnudag frá morgni til kvölds, allt að 35 iðkendur komu saman og áttu góða æfingu utan dyra.  Ísinn var spegilsléttur um helgina og aðstæður frábærar til skautaiðkunar.

Myndirnar tók Ragnar Ævar Jóhannsson.