Borgarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu bréf um útivistartíma barna- og ungmenna. Bréfið er sent til allra forsjáraðila barna í fyrstu og sjöttu bekkjum grunnskólanna í Reykjavík.
Bréfið ásamt segulmottum, sem innihalda upplýsingar um útivistartíma barna og unglinga, verður sent út í þessum mánuði. Segulmottan er gjarnan sett á ísskápinn heima hjá fjölskyldum og hefur hún mælst vel fyrir hjá forsjáraðilum sem stuðningur við uppeldi barna sinna.
Reglur um útivistartíma er fyrst og fremst ætlað til að vernda börn, að þau séu ekki úti ein og eftirlitslaus á kvöldin. Útivistarreglurnar gilda allan ársins hring og alla daga; virka daga, um helgar og hátíðisdaga.
Rannsóknir sýna að undanfarin ár eru foreldrar og börn meðvituð um gildandi útivistartími eftir árstíma. Forvarnarstarf hér á landi leggur áherslu á að fjölskyldan taki þátt saman.