Samstarfssamningur um félagsstarf eldri borgara í Grafarvogi undirritaður í Borgum

Velferð Mannlíf

""

Föstudaginn 4. nóvember síðastliðinn skrifuðu Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi og Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness undir samstarfssamning um félagsstarf eldri borgara í Grafarvogi.

Markmið samningsins  er að tryggja að áfram verði unnið af krafti að félagstarfi við eldri borgara í Grafarvogi undir undir stjórn Korpúlfa með stuðningi frá Miðgarði þegar kemur að húsnæðismálum og ráðningu verkefnastjóra. Auk þess á samningur þessi að stuðla að áframhaldi í því góða samstarfi sem hefur verið milli þeirra aðila sem að samningnum standa.

Jóhann Helgason, formaður, ritaði undir samninginn fyrir hönd Korpúlfa og Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, ritaði undir samninginn fyrir hönd Miðgarðs.