Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar í Breiðholti fór fram í Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 9. mars sl. Þar kepptu tíu ungmenni úr 7. bekk, en undankeppnir höfðu áður verið haldnar í öllum fimm grunnskólum hverfisins. Keppendur lásu úr bókinni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, ljóð eftir Guðmund Böðvarsson og að lokum ljóð að eigin vali. Í fyrsta sæti varð Guðrún Ýr Guðmundsdóttir úr Breiðholtsskóla, Camilla Hjördís Samúelsdóttir úr Hólabrekkuskóla náði öðru sæti og í því þriðja var Ásta Sesselja Kjartansdóttir úr Ölduselsskóla. Vinningshöfum og þátttakendum öllum er hér með óskað innilega til hamingju með góðan árangur.
Markmið upplestrarkeppni í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Nánari upplýsingar um upplestrarkeppnina.