Kynningarfundur um lýsingu deiliskipulags í Úlfarsárdal

Skipulagsmál

""

Kynningarfundur vegna lýsingar deiliskipulags fyrir Úlfarsárdal verður haldinn fimmtud. 3. nóvember kl. 19:30  í Dalskóla. 

Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar stendur fyrir kynningarfundi vegna lýsingar deiliskipulags fyrir Úlfarsárdal fimmtudagfinn 3. nóvember kl. 19:30 í Dalskóla. Gengið er inn um dyr í nýbyggingunni Móa.

Formaður umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar ávarpar fundinn, arkitektar deiliskipulagsins fara yfir lýsingu verkefnisins og síðan taka við umræður og fyrirspurnir.

Tilgangur lýsingar er að:

  • Tryggja að almenningur og hagsmunaaðilar komi að skipulagsferlinu á fyrstu stigum
  • Stuðla að gagnsæi í öllu ferlinu og bæta upplýsingaöflun
  • Gera skipulagsvinnuna markvissari
  • Veita sveitarstjórnum og öðrum sem koma að skipulagsgerðinni betri yfirsýn
  • Stuðla að auknum gæðum við gerð skipulags og umhverfismati þess

Íbúar geta sent fyrirspurnir á netfangið skipulag@reykjavík.is með vísan í verkefni.

Velkomin.

Tengill

Fundarboð í pósti sem sent var til hlutaðeigandi