Húsnæðismál aldraðra

Velferð Mannréttindi

""

Í dag, mánudaginn 17. október verður haldinn sameiginlegur fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar og borgarstjórnar í borgarstjórnarsal Ráðhússins. Húsnæðismál eldri borgara verða í brennidepli og er fundurinn öllum opinn.

Yfirskrift fundarins er Húsnæðismál aldraðra og er bein útsending frá honum. 



Dagskrá

14.00 Ávarp borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson

14.05 Hvað eru húsnæðismál? Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs.

14.15 Að byggja brýr – samvinna um þjónustu við aldraða Anna Björg Jónsdóttir, öldrunarlæknir

14.35 Skipting ellilífseyrisréttinda hjá lífeyrissjóðum Hrafn Magnússon, fulltrúi öldungaráðs Reykjavíkurborgar.



14.45 verða stuttar framsögur fulltrúa þingflokka, þar taka til máls;

  • Björt Ólafsdóttir frá Bjartri framtíð
  • Guðlaugur Þór Þórðarson frá Sjálfstæðisflokki
  • Jón Þór Ólafsson frá Pírötum
  • Eygló Harðardóttir frá Framsókn
  • Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá Samfylkingu
  • Svandís Svavarsdóttir frá Vinstri grænum

15.15 Umræður borgarfulltrúa og spurningar frá gestum í sal.

17:00 Fundarlok og samantekt.Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar.



Allir velkomnir á opinn fund öldungarráðs og borgarstjórnar um húsnæðismál aldraðra.