„Fyrirtæki losa og geta bundið umtalsvert af gróðurhúsalofttegundum og þau þekkja betur hvernig þau geta sett raunhæf markmið um loftslagsmál,“ segir Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, sem ásamt Reykjavíkurborg stendur fyrir málstofu á fimmtudag um mögulegar aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum.
Málstofan á fimmtudag er öllum opin en þó einkum ætluð fulltrúum fyrirtækja sem taka þátt eða vilja taka þátt í sameiginlegri vegferð um aðgerðir í loftslagsmálum, en yfir hundrað fyrirtæki skrifuðu undir yfirlýsingu þess efnis í Höfða í nóvember í fyrra. Málstofan er hluti af hagnýtri fræðsludagskrá fyrir þennan hóp og þau fyrirtæki sem vilja vinna í þeim anda sem yfirlýsingin kveður á um.
Hvað getum við gert?
Yfirskrift málstofunnar er „Að binda loft og losa minna". Sérfræðingar flytja stutt erindi og að þeim loknum taka við umræður um mögulegar mótvægisaðgerðir fyrirtækja.
Dagskrá:
- Framræsing lands, endurheimt votlendis og binding gróðurhúsalofttegunda. Hlynur Óskarsson, deildarstjóri umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands
- Að auka náttúruauð með því að bæta röskuð vistkerfi. Þórunn Pétursdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Landgræðslu Ríkisins.
- Kolefnisjöfnun með skógrækt og gróðursetningu. Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
- Kolefnishlutleysi með kolefnisjöfnun. Reynir Kristinsson, formaður stjórnar Kolviðar
Fundarstjóri er Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, deildarstjóri tölfræði og greiningar hjá Reykjavíkurborg.
Málstofan verður í Norræna húsinu kl. 8.30 – 10.00 fimmtudaginn 18. febrúar. Boðið er upp á kaffi frá kl. 8.00.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá þátttöku. Opna skráningaform.
Tengt efni:
- Frétt um yfirlýsingu fyrirtækja og stofnana um aðgerðir í loftslagsmálum: Mikil samstaða meðal fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum (16. nóv. 2015)
- Upplýsingasíða um loftslagsmál
- Festa – samfélagsábyrgð fyrirtækja
- Frétt: Gott tækifæri til endurheimtar votlendis í Úlfarsárdal (4. febrúar 2016)