Grenndarstöðvar í Reykjavík sem taka við endurvinnsluefnum eins og pappír og plasti eru 57 í Reykjavík. Á sumum þeirra má einnig skila gleri án skilagjalds.
57 grenndarstöðvar eru í Reykjavík og á öllum þeirra eru gámar undir pappír, plast, drykkjarumbúðir og fatnað. Bandalag íslenskra skáta hefur umsjón með gámum fyrir drykkjarumbúðir með skilagjaldi og Rauði kross Íslands með gámum undir textíl. Auk þess verða gámar undir annað gler eins og sultukrukkur og glerflöskur án skilagjalds á 12 stöðum í Reykjavík.
Flokkað efni til endurvinnslu hefur aukist verulega og er búist við svo verði áfram því mörg heimili virðast kjósa það fyrirkomulag að skutla efninu sem flokkað er í slíka gáma. Flokkun, söfnun, flutningur og endurvinnsla glers borgar sig út frá hvers konar umhverfisáhrifum.