Galdrastafa og Flugdrekasmiðja fyrir alla fjölskylduna

Velferð Skóli og frístund

""

Námskeiðið verður haldið á morgun laugardaginn 15. október klukkan 13-15 í Spennistöðinni. Flugdrekasérfræðingurinn Arite Fricke sem er grafískur hönnuður og foreldri í Austurbæjarskóla mun leiðbeina á námskeiðinu. Foreldrar aðstoða börnin sín. Búnir verða til einfaldir flugdrekar úr símaskrám og bambusstöfum og kyngimagnaðir galdrastafir munu verða til. 

Það tekur um 30-45 mín. að búa til einfaldan flugdreka. 10 þátttakendur komast að í einu og ef veður leyfir þá geta þátttakendur prófað drekana úti. Í galdrastafasmiðjunni verða notaðir kartöflustimplar og þekjulitir til að búa til rammíslenska galdrastafi sem jafnvel geta látið óskir rætast.



Smiðjurnar er hluti af verkefninu HEIL BRÚ Í miðbænum. Á laugardögum í vetur verða smiðjur fyrir fjölskyldur í Spennistöðinni og málþing þar sem íbúar hafa orðið. Smiðjurnar og málþingin verða öllum opnar og að kostnaðarlausu. Hvetjum íbúa, foreldra og fjölskyldur í Austurbæjarskóla til að taka virkan þátt. Ef þú eða þið eruð með hugmynd að smiðju, þá sendið okkur skilaboð í gegnum FB síðuna "Spennistöðin" eða sendið okkur póst á spennistodin@gmail.com Smiðjurnar og málþingin eru hluti af verkefninu "Heil brú í miðbænum" sem íbúasamtök Miðborgar í samstarfi við félagsmiðstöðina 100og1, Austurbæjarskóla, Foreldrafélag Austurbæjarskóla og og þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða.

Aðgangur er ókeypis, allt efni og áhöld eru til staðar.