Fleiri í dagdvöl í Þorraseli

Velferð

""
Dagdvalarrýmum í Þorraseli fjölgar úr fjörutíu í fimmtíu eftir heimild frá heilbrigðisráðherra.
Velferðarráðuneytið fékk tímabundna fjárveitingu á árinu til að leita úrræða fyrir gamalt fólk sem dvelur á sjúkrahúsi en þarf ekki lengur á sjúkrahúsþjónustu að halda. Fjárveitingin nær einnig til þjónustu við þá sem vilja dvelja lengur heima en þurfa á aðstoð að halda.


Ráðuneytið leitaði eftir hugmyndum frá Reykjavíkurborg um að nýta þessa fjárveitingu. Borgin lagði m.a. til að rýmum í Þorraseli yrði fjölgað, en markmiðið með flutningi Þorrasels frá Þorragötu 3  að Vesturgötu 7 sl. vor var einmitt að fjölga dagdvalarrýmum og hagræða í rekstri.
 
Breytingin  tekur gildi frá og með 8. apríl og út árið 2016.