Velferðarsvið, Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum ásamt Þroskahjálp héldu fjölmennan morgunverðarfund í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun um búsetu fólks með þroskahömlun. Fengnir voru tveir sérfræðingar frá Bandaríkjunum til að fjalla um gæði þjónustunnar og eftirlit með henni.
Gestir fundarins voru þeir Christopher Liuzzo og Dr. Guy Caruso, sérfræðingar um málefni fatlaðs fólks. Þeir hafa starfað við þróun búsetumála fatlaðs fólks í Bandaríkjunum auk þess að hafa eftirlit með gæðum þjónustunnar.
Christopher og Guy veittu innsýn í hvernig staðið er að þessum málum í Bandaríkjunum þ.e. er hvernig staðið er að einstaklingsmiðaðri þjónustu við fatlað fólk og mikilvægi þess að hlusta á þarfir notenda og aðstandenda þeirra. Einstaklingsmiðuð þjónusta er að þeirra mati árangursrík leið í þjónustu við fatlað fólk.
Stefán Eríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs, sagði að það mætti margt læra af fundinum. Nálgun Bandaríkjamanna í þjónustu við fólk með þroskahömlun er svipuð og er hér á landi og gott að heyra frá þeim sem eru eilítið lengra á veg komnir í þjónustunni.
Fyrirlestrar;